þetta er búið að senda kjartani en ekkert skeður .,.,...,.,.,.,.,.,

Sæll Kjartan,
Motorhjólamenn hafa miklar áhyggjur af næsta sumri- Mjög margir nýir eru
að koma á hjól næsta sumar og ótti að menn kunni ekki að hjóla með
tilheyrandi slysahættu á vegum!
Því hefur komið upp sú hugmynd að þessi hópur fái að nota Patterson svæðið-
til að æfa það sem þarf að æfa. Hér eru 200 hjólamenn í Reykjanesbæ og
líklegt að mun fleiri nýti sér þetta ef hægt væri að nýta plönin. Engin
önnur aðstaða er til staðar á landinu nema kvartímubrautin sem er aðeins
fyrir spyrnukeppnir! .
Ekki er um að ræða annað en að þeir sjálfir sópi plönin en enginn kostnður
er þessu samfara- og þess gætt að ekkert skemmist (ef eitthvað getur
skemmst!!) og ekki verið að biðja um annað en bráðabirgðaaðstöðu þar til
Moropark svæðið kemur ca. eftir 2 ár.
Er þetta möguelgt?
kv.

Árni Sigfússon bæjarstjóri.....

Sæll Kjartan.




Varðandi Nikkelsvæði.







Öllum ætti að vera kunnugt um lélega, eða öllu heldur enga aðstöðu fyrir
æfingaakstur vélhjóla.

Til þessarar iðkunar hefur verið um áratugabil, ein malbikuð rönd út við
álverið í Hafnarfirði, sem sagt kvartmílubraut.




Við sjáum hinsvegar mjög góðan kost í Nikkelsvæðinu í Reykjanesbæ.




Hugmyndir hafa komið fram með að koma upp góðu og öruggu æfingasvæði bæði
fyrir götu hjól og torfæruhjól. Án þess að þurfa að vera beint í umferðinni.

Þar væri hægt að æfa viðbrögð ökumanna á hjólum sínum án þess að stofna sér
eða öðrum í hættu við slíkar æfingar. Svo sem bremsu æfingar og jafnvægis
æfingar.




Við sjáum mikla möguleika í því að hluti svæðisins er malbikaður sem gæti
nýst á talsverðan hátt. Bæði til æfinga aksturs og kennslu vélhjóla, sem
fram að þessu hefur farið fram á malbikuðum bílastæðum stórverslana í
Reykjanesbæ. Svo og að koma upp "Supermoto" braut sem er blandað af
malbikaðri og malar braut fyrir mótorhjól.




Torfæruhjóla/fjórhjóla braut væri hægt að koma upp norðanmegin
sprengjuskýlanna, þar sem torfæruhjól og fjórhjól geta æft sig á svæði þar
sem enginn er fyrir einhverjum öðrum, að menn fynni fyrir öryggi á hjólum
sínum, og komi frekar þangað að hjóla, heldur en að hjóla í leifisleysi á
ómerktu svæði.




Vert er að nefna að hvorki Supermoto né fjórhjóla brautir eru til í landinu.

Supermoto samanstendur af malbikaðri braut og malarbraut.

Fjórhjóla braut er breyðari og töluvert frábrugðin hefðbundinni motorcross
braut.




Einnig væri ákjósanlegt að fá afnot af fyrrverandi sprengjugeymslum inni á
svæðinu, sem gætu nýst sem geymslur fyrir keylur, verkfæri, aðstöðu fyrir
það sem fylgir mótorhjóla kennslu, bara svo fátt eitt sé nefnt.




Mikill uppgangur er í mótorhjóla sporti og alveg ljóst að áhugi og fjöldi
hjólamanna mun ekki minka. Og okkar trú er sú að ásókn í svæðið yrði
gríðarleg.




Eins og sést á meðfylgjandi loftmynd af hluta svæðisins, er ekki um svo
mikið land sem verið er að sækjast eftir. Og er það okkar ósk, að fá afnot
af þessu svæði til þeirrar iðkunar sem áður er nefndur.




  1.. Koma upp góðri aðstöðu fyrir götu hjólamenn á úthlutuðu svæði.

  2.. Koma upp góðri aðstöðu fyrir torfæru hjólamenn á úthlutuðu svæði.

  3.. Afnot af skýlum í kringum hjóla sportið á úthlutuðu svæði.







Með þökk fyrir skilning og áheyrn VIKINKAR



Bæjarskrifstofur Reykjanesbæjar
Tjarnargata 12, 230 Keflavík, Reykjanesbæ.
Sími 421 6700, símbréf 421 4667, netfang: arni.sigfusson@reykjanesbaer.is
www.reykjanesbaer.is, reykjanesbaer@reykjanesbaer.is



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband